top of page

Reynslusögur

Góðan dag,

 

Mig langar til þess að deila með ykkur broti af mínum sjúkdóm sem sagt Glútenofnæmi eða Celiac Disease sem er alþjóðlega nafnið og flestir erlendis þekkja.

 

Sem barn var ég alltaf með magaverki og uppköst sem ekki var til skýring á.

 

Mér var ráðlegt að borða ekki þann mat sem mér yrði íllt af. Þegar ég varð eldri ágerðist þetta og undir rest, áður en ég var greind, horaðist ég mikið og var talin vera með anorexic.

 

Ég var alltaf með krampa i magnum og skilaði öllum mat bæði upp og niður, hélt engu og var slöpp, fékk exem þjáðist af  næringaskorti og fór ekki úr húsi nema til vinnu. Þetta var erfiður tími. Gat ekki farið á mannamót treysti mér ekki til þess. Svo for ég i blóðprufu og var greind með algjört Glútenofnæmi (Seliak), var glöð að fá einhverju úrlausn á þessum slappleika og þrekleysi. Þá tók nú annað við ekkert glúten i mat, var óþolandi í verslunum þvi lesa varð ég innihaldið (hveiti,hálfrar,bygg,rúgmjöl)

​Þegar ég greinist var þetta ekki mjög algengt hér á landi og var næstum því það eina sem ég var örugg með voru HRÍSKÖKUR, ömurlegt. ég fór oft til Svíþjóðar og Noregs og kom heim með fullar töskur af mat, ekki svona verslunar ferðir eins og flestir fara.


 

 

Í dag er allt annað líf hægt að kaup glutenfríar vörur. þetta er ættgengur sjúkdómur og eru báðir synir mínir með þetta því miður. Þó að þessi sjúkdómur sé aðeins að verða viðurkenndur hér á landi, eru veitingastaðir ekki nægilega meðvitaðir, ég hringi alltaf á undan mér ef ég fer eitthvað þar sem matur er á borðum, en viti menn ég lendi mjög oft i því að verða að fara heim vegna matarins, kemst varla út úr húsinu áður en ég skila öllu þar sem ég er stödd.

Fæ bráðaofnæmi ekki skemmtilegt.

Ef verið er að baka úr hveiti nálægt mér fæ ég óþolandi kláða og augn og nefrennsli.

 

Jæja nóg um það hver hefur sinn djöful  að draga eins og sagt er, og það geri ég svo sannarlega.

.

Bestu kveðjur, Olga.

bottom of page