top of page

Glútenlaust – einfaldur leiðarvísir

Að borða glútenlaust þarf ekki að vera svo flókið. Þessi einfaldi leiðarvísir kemur þér langt.

Þetta er glútenlaust.

Þú mátt borða…
 

Ávextir, ber og grænmeti

Egg

Hreint, ferskt kjöt

Fiskur

Hnetur

Hreint jógúrt,
Skyr og aðrar hreinar mjólkurafurðir

Kartöflur og sætar kartöflur

Glútenlaustar kornvörur, þá á ég við t.d. brauð, kökur og morgunkorn sem inniheldur maís, kókosmjöl, bókhveiti, kartöflumjöl, hrísgrjónamjöl, quinoa, eða annað glútenlaust hveiti


Það er hægt að kaupa glútenlausar kornvörur og eru þær þá sérstaklega merktar glútenlausar. Best er ef þær hafa líka alþjóðlega glútenlausa merkið. (Það er merkið sem er lógóið hér á síðunni) Glútenlausir hafrar

 

Þennan mat þarf að skoða sérstaklega…
 

Pylsur, kjötbollur, kjötfars, skinku og aðrar blandaðar kjötvörur

Pakkamatur t.d. sósur, kryddblöndur, súpur og frystar matvörur

Nammi, t.d. lakkrís, Coca Cola, karmellur og fyllt súkkulaði.
 

Ís getur stundum innihaldið glúten.
 

Sykurlausar vörur eins og t.d. tyggjó.

Þá þarf að athuga hvort sætuefnið sé nokkuð unnið úr korni.

 

 

Þessi matur inniheldur glúten!
 

Brauð, pizzur, pasta, núðlur og annað sem er unnið úr hveiti, spelti, höfrum, rúgi eða öðru korni sem inniheldur glúten
 

Morgunkorn sem er ekki sérstaklega merkt glútenlaust

Kúskús
 

Malt og maltextrakt

Bjór ( nema að hann sé sérstaklega unnið úr rísi í stað korns)

Sinnep

Steiktur laukur.

bottom of page