
SLYSABÆTUR
-
Lentir þú í umferðarslysi og finnur ennþá til í hálsi eða baki? Brotnaðir þú illa eða varðst fyrir innvortis áverkum? Fékkstu höfuðáverka eða lamaðist? Þetta eru allt áverkar sem við þekkjum og höfum innheimt bætur vegna.Hélstu kannski að allt myndi lagast? Því miður þekkjum við allt of mörg dæmi þess að fólk sé t.d. með viðvarandi verki í hálsi, höfði, herðum, öxlum, niður í hendur, í baki og niður í fætur og bíði eftir því að allt verði samt aftur. Það gerist bara alls ekki alltaf. Hér eru nokkur góð ráð ef þú hyggst kanna hvort þú átt rétt á bótum.Hélstu kannski að þú ættir engan rétt á bótum af því að þú varst í órétti? Þetta er algengur misskilningur. Í flestum tilvikum skiptir þetta ekki nokkru máli. Skoðaðu upplýsingar um hvernig málið gengur fyrir sig.
-
Bætur fyrir umferðarslys eru gerðar upp á grundvelli skaðabótalaga nr. 50, 1993. Greiddar eru bætur fyrir tímabundið tekjutjón, ef eitthvað er, þjáningabætur, bætur fyrir varanlegan miska og bætur fyrir varanlega örorku. Bætur eru yfirleitt taldar í milljónum króna.Það kostar ekkert að kanna rétt sinn til bóta.
UMFERÐARSLYS
BÓKAÐU FRÍTT SAMTAL VIÐ LÖGMANN OKKAR
MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á HNAPPINN HÉR FYRIR NEÐAN
EÐA HRINGJA Í SÍMA : 5 71 71 71
OG VIÐ BÓKUM TÍMA
Skrifstofan er opin frá 9:00 til 16:00 alla virka daga.
