
Innheimta
Við bjóðum því upp á heildarlausn sem gerir fyrirtækjum og einstaklingum kleift að hafa innheimtu á einum stað hjá aðila sem hefur það að markmiði sínu að hámarka heimtur fyrir kröfuhafa á sama tíma og greiðendum er sýnd sanngirni.
Kröfuvakt:
Takist ekki að innheimta kröfuna eftir fruminnheimtu, milliinnheimtu og löginnheimtu stendur kröfuhafa til boða að setja kröfuna í kröfuvakt. ÍSLANDSLÖG vaktar greiðslugetu greiðanda. Aðstæður geta breyst hjá greiðanda og oft fæst krafa innheimt með kröfuvakt.
Sendu okkur póst á innheimta@ilog.is eða hafðu samband í síma 5 27 97 97
Það er opið hjá okkur frá kl 9:00 til 16:00 alla virka daga
Kröfuvakt er kröfuhafa að kostnaðarlausu
Fruminnheimta:
Hafi greiðandi ekki borgað kröfu á gjalddaga er honum send innheimtuviðvörun í nafni kröfuhafa.
Milliinnheimta:
Hafi greiðandi ekki greitt kröfu eftir innheimtuviðvörun fær hann ítrekun, eina eða fleiri, um greiðslu, með sundurliðun kröfu. Haft er samband við greiðanda ef krafa er ekki greidd eftir ítrekanir. Við skuldina bætist hóflegt innheimtugjald á kostnað greiðanda. Í síðasta ítrekunarbréfi er greiðanda bent á að verði skuldin ekki greidd innan ákveðins tíma verði hún send í löginnheimtu.
Lögfræðiinnheimta:
Hafi greiðandi ekki staðið í skilum við kröfuhafa eftir fruminnheimtu eða milliinnheimtu hefst formleg löginnheimta í samráði við kröfuhafa. Með löginnheimtu er úrræðum réttarkerfisins beitt við innheimtu.